Fjáraukalög 1995

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 21:45:38 (2422)

1995-12-21 21:45:38# 120. lþ. 76.5 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[21:45]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég get vel ímyndað mér að forsvarsmenn þeirra stofnana sem við höfum verið að ræða um geri sér ákveðnar hugmyndir um hvaða tölur ættu að vera í fjárveitingum sem til þeirra renna. Væntanlega eru þær byggðar á tölum sem fram koma í skýrslum sem minnisblaðið vitnar til. Það er hins vegar ljóst að sú athugun sem minnisblaðið gerir ráð fyrir hefur ekki farið fram enn þá. Þess vegna tel ég að það væri ábyrgðarleysi af minni hálfu að fullyrða eitthvað um hvaða tölur muni koma fram við lok athugunarinnar. En ég vil leyfa mér að tjá þá von mína að athugunin verði skjót og niðurstaðan verði á þann hátt að allir aðilar geti vel við unað.