Fjáraukalög 1995

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 23:50:06 (2445)

1995-12-21 23:50:06# 120. lþ. 76.5 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[23:50]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég segi einfaldlega að þegar niðurstaða liggur fyrir um þetta mál þá munum við meta hana. Sá samningur og þeir samningar, sem hafa verið undirritaðir á hverjum tíma og hv. 8. þm. Reykn. undirritaði sjálfur þegar hann var ráðherra, eru með fyrirvara um fjárveitingar Alþingis. Það verður að ræða og taka afstöðu til þess þegar niðurstaðan liggur fyrir. En málið er einfaldlega þannig að þessir tilteknu aðilar, sem ræddu við okkur, voru sammála um að setja það í tiltekinn farveg. Málið var í nokkurri sjálfheldu. Ég vona auðvitað að það leysist farsællega og að niðurstaðan verði farsæl.