Fjáraukalög 1995

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 11:42:49 (2492)

1995-12-22 11:42:49# 120. lþ. 77.2 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[11:42]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að taka 10 millj. kr. til baka af áformuðum byggingarframkvæmdum við hjúkrunarheimilið Fáskrúðsfirði. Það liggur ekkert formlegt samkomulag við heimamenn fyrir um þetta. Ég hef gengið ítrekað eftir því að fá að sjá eitthvert leyniplagg, minnisblað sem enginn veit hver skrifar undir og enginn veit hvað í stendur, en ekkert fengið þótt fyrirheit hafi verið gefin um annað af hálfu hæstv. heilbrrh. Það er því ljóst að gildandi samningur um byggingu hjúkrunarheimilisins Fáskrúðsfirði er í fullu gildi og því gjörsamlega fráleitt á þessu stigi málsins að lækka inneign sem er til verksins á yfirstandandi ári um 10 millj. kr. Því segi ég nei.