Fjáraukalög 1995

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 11:43:47 (2493)

1995-12-22 11:43:47# 120. lþ. 77.2 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[11:43]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Mér varð á í messunni áðan. Ég ætlaði að biðja um sérstaka atkvæðagreiðslu um 3. lið og ætla að leyfa mér að koma með atkvæðaskýringu eftir á, ef forseti leyfir það.

Ég vil koma því á framfæri vegna lækkunar til heilsugæslustöðva í Reykjavík að hvergi á landinu er uppbygging heilsugæslustöðva jafnskammt á veg komin og á höfuðborgarsvæðinu. Ef ég man rétt eru um það bil 10 þúsund manns utan heilsugæslustöðva í Reykjavík einni. Þess vegna er algjörlega óviðunandi að þessar fjárveitingar skuli lækka með þessum hætti, enda greiddi ég atkvæði gegn því.