Fjáraukalög 1995

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 11:45:32 (2494)

1995-12-22 11:45:32# 120. lþ. 77.2 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[11:45]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða ákvörðun um að greiða bætur samkvæmt niðurstöðu í svokölluðu Einarsnesmáli sem var til nokkurrar umræðu í gærkvöldi. Þá voru lagðar ýmsar spurningar fyrir hæstv. fjmrh. sem kaus að svara ekki. Þannig að það verður að ræða málið rækilega síðar. Ég tel að mjög óeðlilega hafi verið staðið að því og vil ekki styðja tillöguna eins og hún liggur fyrir og greiði því ekki atkvæði. Ég áskil mér jafnframt rétt til þess, hæstv. forseti, að taka þetta mál til frekari meðferðar í þessari virðulegu stofnun bak jólum.