Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 11:52:30 (2495)

1995-12-22 11:52:30# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[11:52]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um veiðileyfagjald að fjárhæð 500 millj. kr. í fjárlögum næsta árs. Þetta er nokkuð óvanaleg tillaga þar sem fyrir Alþingi liggur þegar tillaga um veiðileyfagjald og útfærslu þess. Við töldum hins vegar rétt að fram kæmi tillaga í þessu formi. Við bendum á að ríkisvaldið veitir eða kostar til sjávarútvegsins um 3.000 millj. kr. á ári. Ég skil mjög vel að veiðigjaldamenn ýmsir mundu ekki vilja að málið kæmi fram með þessum hætti, þ.e. sem fastmótuð tillaga um upphæð, en okkar skoðun er sú að rétt væri á þessari stundu að fram kæmi með skýrum hætti hvaða upphæð mætti hugsa sér við útfærslu á þessu nauðsynjamáli. Ég segi já.