Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 11:55:33 (2497)

1995-12-22 11:55:33# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[11:55]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu tillöguna en vil láta það koma fram að ég tel að þessi niðurstaða sé skelfileg afgreiðsla á málefnum Alþingis. Ótrúlegt sinnuleysi virðist ríkja um þessa stofnun hjá þingmönnum yfirleitt, nema í orði þegar þeir koma upp í þennan stól. Ég harma þessa niðurstöðu, hæstv. forseti, og tel hana mjög veika. Ég skora á forseta og forsætisnefnd að beita sér fyrir því á nýju ári að betur verði tekið á málefnum Alþingis en gert er í þessari tillögu.