Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:17:41 (2500)

1995-12-22 12:17:41# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:17]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Tillaga meiri hlutans um niðurskurð á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu felur í sér að þjónustu og öryggi sjúklinga er stefnt í hættu auk þess sem álag á starfsfólk og aðbúnaður þess er orðinn óverjandi og vinnuskilyrði fyrir neðan velsæmismörk. Vegna fjölda uppsagna, lokana deilda og samdráttar í þjónustu sem við blasir er álitamál hvort þjónusta og öryggi sjúklinga er réttu megin við öryggismörk. Þetta er gersamlega óverjandi ástand og óábyrg stefna sem engum raunsparnaði mun skila. Ég segi nei.