Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:18:57 (2501)

1995-12-22 12:18:57# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:18]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Það er vissulega fagnaðarefni að hæstv. heilbrrh. og ríkisstjórnin í heild hefur fallið frá hugmyndum og áformum og tillögum um sérstök innritunargjöld, sérstakan aðgöngumiða að sjúkrahúsum í landinu og m.a. þess vegna er þessi lækkun á sértekjum tilkomin. Eftir sem áður er inni í þessari tölu áform hæstv. heilbrrh. um sértekjur á kvennadeild Landspítalans og þá einkanlega á glasafrjóvgunardeild þrátt fyrir það að heilbrrh. hafi lýst því yfir og lofað því í þessum ræðustól að sú hækkun yrði óveruleg og eingöngu 5--10%. Ég geng út frá því að hún standi við þau loforð að réttur þessa sjúklingahóps verði ekki fótumtroðinn heldur að hann geti notið þeirrar þjónustu sem honum ber eins og aðrir hópar og aðrir þegnar þessa lands. Eftir sem áður er þessi tala um auknar álögur á þennan sjúklingahóp enn þá inni í frv. Þess vegna get ég ekki stutt þennan lið og segi nei.