Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:26:25 (2503)

1995-12-22 12:26:25# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:26]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Sérstök ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því hvernig hæstv. heilbrrh. hefur meðhöndlað málefni St. Jósefsspítala. Hann er síst af öllu ofhlaðinn fjárframlögum og hefur verið rekinn með halla af þeim sökum á umliðnum árum og brýnt að bæta þar úr og tryggja rekstraröryggi hans. Þessi tillaga gerir ekki ráð fyrir því. Þvert á móti verður áframhaldandi óöryggi í þjónustu og hlutverki spítalans á komandi fjárlagaári og það er auðvitað ekki nógu gott og því segi ég nei.