Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:39:22 (2507)

1995-12-22 12:39:22# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:39]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Eitt af heitustu deilumálum þessa hausts voru innritunargjöld. Ríkisstjórnin heyktist á þeim áformum og sömuleiðis tókst að lagfæra ýmsa hluti sem hún gerði tillögur um í svokölluðum bandormi. Hér er hins vegar gert ráð fyrir því að leggja sérstaka sjúklingaskatta á gamalt fólk og aðra sem þurfa að skipta við heilsugæslustöðvar. Ég tel að það sé nauðsynlegt í tilefni af þessu, hæstv. forseti, að velta því fyrir sér hvort ekki beri að takmarka reglugerðavald sem heilbrigðisráðherrar hafa til þess að leggja á komugjöld til heilsugæslustöðva. Það er annað mál, hæstv. forseti, en ég segi nei við þessari tillögu.