Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:47:15 (2510)

1995-12-22 12:47:15# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:47]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Einn gallinn við þau fjárlög sem verið er að afgreiða núna er sá að það verður ekki hægt að lesa saman ríkisreikninginn fyrir árið 1996 og fjárlögin vegna þess að þar eru svo margir óskiptir liðir sem dreifast síðan yfir allan ríkisreikninginn. Þar af leiðandi verða þessi gögn sem þurfa að vera samanburðarhæf ekki gagnsæ. Þetta kemur t.d. fram í lið 5.12 sem við erum að greiða atkvæði um. Þetta er afar sérkennileg fjárlagagerð verð ég að segja, hæstv. forseti. Þó að það sé göfugt markmið að lengja fjárlagatímabilið, er aðferðin alveg ótrúleg og mjög sérkennilegt að fjmrn. skuli standa að vinnubrögðum af þessu tagi.