Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:54:42 (2514)

1995-12-22 12:54:42# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:54]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það er ekki verið er að afgreiða gott fjárlagafrv. á hinu háa Alþingi. Flestar tillögur stjórnarandstæðinga sem hefðu betrumbætt fjárlögin voru felldar. Þó náðist fram nokkur leiðrétting í umfjöllun um fjárlagafrv. og önnur mál því tengdu. Eftir stendur að þetta frv. endurspeglar alvarlega aðför að velferðarmálum hérlendis og felur í sér ranga stefnu í grundvallaratriðum. Ég greiði því ekki atkvæði.