Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 17:20:59 (2994)

1996-02-13 17:20:59# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[17:20]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi málafylgja hv. þm. og varaformanns fjárln. lofar ekki góðu. Hér er verið að hæla sér af því að á síðasta kjörtímabili, á fjögurra ára tímabili, hafi í runnið meira fjármagn til vegamála heldur en á sambærilegu tímabili áður. Ég hef ekki farið ofan í þær tölur sérstaklega en látum það standa. Hitt liggur fyrir að vaxandi hluti af mörkuðum tekjustofnum til vegagerðar hefur verið tekinn frá þeim málaflokki sem hann var ætlaður til og inn í ríkissjóð. Það eru verk Sjálfstfl. á liðnu kjörtímabili. Og ef það gerist, sem hér er látið að liggja að það séu eðlileg vinnubrögð að hirða vaxandi hluta af mörkuðum tekjustofni til vegagerðar inn í ríkissjóð, þá veit það ekki á gott með framhaldið.