Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 18:30:00 (3109)

1996-02-15 18:30:00# 120. lþ. 91.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[18:30]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Engin slík tíðindi hafa orðið þannig að hv. þm. er hér að vísa inn í einhverja framtíð sem hann dreymir um.

Það verður að hafa í huga þegar menn hlýða hér á málflutning Alþfl. að þar fer sá flokkur sem gekk fyrir um það að koma Íslandi inn í hið Evrópska efnahagssvæði. Og gengur fyrir í því að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Alþfl. liggur að sjálfsögðu undir þeim grun að ætla sér að komast fram hjá fiskveiðistefnu Evrópusambandsins án þess að hafa allt af Íslendingum í sambandi við arð af fiskimiðunum með því að hafa þá tiltæka skattlagningu þannig að ekki skipti máli hver veiði.