Varnir gegn mengun sjávar

Miðvikudaginn 13. mars 1996, kl. 15:38:17 (3917)

1996-03-13 15:38:17# 120. lþ. 107.2 fundur 385. mál: #A varnir gegn mengun sjávar# frv. 61/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur

[15:38]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega góðra gjalda vert ef um þrengingu er að ræða á efnum og hlutum sem heimilt er að varpa í hafið. Þessi mál verða auðvitað gaumgæfð í þingnefnd og borin saman við gildandi reglur á þessu sviði. Ég tel að við eigum að sníða mjög þröngan stakk í þessum efnum og taka almennt séð umgengni okkar við hafið og hafsbotninn til endurskoðunar þannig að bætt verður úr ýmsu sem aflaga fer nú.