Mannanöfn

Fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 14:06:05 (3964)

1996-03-14 14:06:05# 120. lþ. 108.1 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv. 45/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[14:06]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það er mjög sérkennilegt að menn skuli sækja það fast á hv. Alþingi að breyta aðeins fimm ára gömlum lögum um mannanöfn og rökin hafa ekki komið fram í skýrsluformi til þingsins eins og nú er hugmyndin að taka upp ef þetta verður lögfest að flytja árlega skýrslu um þróun mála. Ég hef gert grein fyrir því að ég tel frv. í vissum greinum vega að íslenskri nafnhefð og þeim mikilvæga þætti íslenskrar menningar sem hún er og því stefni þetta frv. í ranga átt.

Ég stend að tillögu sem kom ekki fram í tæka tíð fyrir þessa umræðu um það að málið verði tekið af dagskrá og á það mun reyna við 3. umr. málsins. Ég mun sitja hjá við einstakar greinar aðra en 6. gr. sem ég tel vera langalvarlegustu grein þessa máls og vildi láta það koma fram.