Erfðabreyttar lífverur

Miðvikudaginn 20. mars 1996, kl. 15:02:20 (4119)

1996-03-20 15:02:20# 120. lþ. 112.2 fundur 117. mál: #A erfðabreyttar lífverur# frv. 18/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur

[15:02]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er spurningin um Náttúruverndarráð, eðli þess og stöðu. Núverandi ráð er með sex fulltrúa, kosið af náttúruverndarþingi þar sem ýmis frjáls félagasamtök, m.a. sérstök áhugafélög um náttúruvernd eiga seturétt og kjósa. Það er rétt að það mætti hafa rýmra um ef horfið verður að því ráði að gera það óbundnara og að einskorða það sem kallað var hugmyndabanki og kannski samviska í náttúruverndarmálum að ætla náttúruverndarþingi eða frjálsum félagasamtökum meiri hlut í að ráða kosningu til ráðsins en fyrirliggjandi stjórnarfrumvörp gera ráð fyrir. Ég fagna því ef hv. þm. er stuðningsmaður slíkra breytinga. Hver veit nema það eigi eftir að leggjast enn frekar í sammæli með okkur um þessi mál en það samkomulag hefur aldrei verið átakanlega slæmt, ekki af minni hálfu en auðvitað ekki sammæli í öllum greinum.

Ég hafði satt að segja reiknað með því að hæstv. fyrrv. ráðherra, hv. 15. þm. Reykv., hefði nánara samband við sinn ágæta fulltrúa í umhvn. en mér finnst hafa komið fram bæði við 2. og 3. umr. málsins.