Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 21:45:15 (6043)

1996-05-14 21:45:15# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[21:45]

Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mér skildist á hæstv. forseta að honum þættu það ekki góðir siðir að standa þannig að umræðunni. En það er ekki við hæstv. forseta að sakast. Allshn. ber að sjálfsögðu að hafa tilgreindan málsvara fyrir sína hönd, ef ekki formann nefndarinnar þá a.m.k. varaformann. Það er með öllu útilokað að báðir þessir aðilar séu fjarverandi. Ég hef það ekki skráð hér hvort hv. 3. þm. Norðurl. e. sé varaformaður nefndarinnar, það kann að vera. (Gripið fram í: Hún er varaformaður nefndarinnar.) Það er upplýst og tekið undir það af hv. þm. að hún sé varaformaður. Hæstv. forseti, það er lágmarkskrafa að annar hvor þessara aðila sé viðstaddur umræðuna.