Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Laugardaginn 18. maí 1996, kl. 13:21:22 (6250)

1996-05-18 13:21:22# 120. lþ. 141.5 fundur 520. mál: #A varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum# (forvarnagjald, lántökur) frv. 62/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur

[13:21]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra upplýsingarnar að því er varðar frv. Aðeins um hið sögulega þá er auðvitað rétt að nefna að það sem ég var að víkja að varðar fyrst og fremst málafylgju af hálfu stjórnvalda á liðnum árum, liðnum mörgum árum, en ekki það sem snýr að heimamönnum t.d. í Neskaupstað sem gerðu sitt til að bregðast við þeim áföllum sem um var að ræða og settu upp á sínum vegum með samþykki stjórnvalda, viðvörunar- og varnarkerfi til þess að fylgjast með og bregðast við hættu ef hún skapaðist að bestu manna yfirsýn.