Spilliefnagjald

Mánudaginn 20. maí 1996, kl. 17:55:38 (6288)

1996-05-20 17:55:38# 120. lþ. 142.4 fundur 252. mál: #A spilliefnagjald# frv. 56/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[17:55]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það má til sanns vegar færa að aðilar atvinnulífs, neytenda og almennings eru býsna margir. En það er þó takmarkaður hópur þeirra sem kemst að í þessari nefnd og eftir er að skýra með hvaða hætti hæstv. umhvrh. muni tryggja það að gætt verði hagsmuna þeirra sem eru kannski minnst fyrirferðar í sambandi við nefndina sem fulltrúar almennings. Auðvitað treysti ég hæstv. umhvrh. til þess að vilja gæta almannasjónarmiða sem slíku en hitt er alveg óskýrt. Ég tel að stjórnarliðar og þar á meðal hæstv. umhvrh. fyrir utan formann nefndarinnar verði að tala miklu skýrar um þetta efni. Það mundi greiða fyrir ef hæstv. ráðherra mundi lýsa sínum sjónarmium í þessu máli og viðhorfum til málsins. Satt að segja hafði ég vænst þess að þau sjónarmið endurómuðu með einhverjum hætti í máli formanns nefndarinnar, frsm. málsins af hálfu nefndarinnar, en sú von hefur því miður brugðist.