Spilliefnagjald

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 13:15:43 (6519)

1996-05-23 13:15:43# 120. lþ. 147.4 fundur 252. mál: #A spilliefnagjald# frv. 56/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 147. fundur

[13:15]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki gekk rófan. Ekki fékkst það upp úr hæstv. ráðherra hverja hann hygðist tilnefna í þessa nefnd og er ég auðvitað að leita eftir því hvernig hæstv. ráðherra ætlar að velja á milli almenningssjónarmiðanna, hugsanlega bornum fram af Neytendasamtökunum og hins vegar sjónarmiða atvinnulífsins þar sem það hefur legið fyrir að ósk væri um að fulltrúar kæmu frá Vinnumálasambandi samvinnufélaga. En það hlaut ekki náð af hálfu samstarfsflokksins þannig að hæstv. ráðherra lagði það til hliðar og hans stuðningsmenn og fulltrúar í nefndinni lögðu það til hliðar þannig að væntanlega verður það ekki upp tekið eða hvað? Mér sýnist að hæstv. ráðherra eigi allerfitt val fyrir höndum, þ.e. að velja á milli fulltrúa tengdum Vinnumálasambandi samvinnufélaga og hins vegar fulltrúa sem getur verið fulltrúi almennings í nefndinni. Um það snýst málið. Hvorum megin ætlar hæstv. ráðherra að halla sér í þessu máli? Það vil ég fá upplýst áður en umræðu um frv. lýkur.