Verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 13:39:52 (6990)

1996-06-03 13:39:52# 120. lþ. 158.8 fundur 331#B verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[13:39]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það var sannarlega komið mál til að hæstv. forsrh. upplýsti þingið um að það hefði verið hætt við að leggja fram á þingi verkefnaskrá yfir efni sem ríkisstjórnin hyggst ljúka á kjörtímabilinu. Það hafi einfaldlega gufað upp og það hafi verið samstaða um það hjá stjórnarflokkunum. Við munum það vissulega að ekki var ítarleg fyrsta yfirlýsingin frá Viðey 1991. Það var þó bætt úr með því kveri hér á 45 síðum. En Framsfl. er svo lítilþægur að hann ætlar bara að una við það sem hér stendur og skrifa í leiðinni upp á þann stefnugrunn sem lagður var af Alþfl. og Sjálfstfl. í fyrri ríkisstjórn. Ég hef tekið eftir því, virðulegur forseti, að einstakir ráðherrar framsóknarmanna eins og hæstv. umhvrh., vísa í frv. sínum til stefnu fyrri ríkisstjórnar.