Mat á jarðskjálftahættu og styrkleika mannvirkja á Suðurlandi

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:33:33 (7224)

1996-06-04 16:33:33# 120. lþ. 160.11 fundur 139. mál: #A mat á jarðskjálftahættu og styrkleika mannvirkja á Suðurlandi# þál., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:33]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Í umhvn. sem stendur að þessari tillögu er samstaða um að leggja til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Hér er mikilvægt mál á ferðinni. Ég hefði talið að það væri eðlilegt að þingið ályktaði sérstaklega um málið og á því yrði tekið með almennum hætti, ekki aðeins varðandi Suðurland heldur alla þá staði sem búa við jarðskjálftahættu. En frekar en að láta málið liggja óafgreitt féllst ég á þessa tillögu sem meiri hluti í nefndinni var fyrir að ganga ekki lengra en að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.