Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 20:58:10 (7338)

1996-06-05 20:58:10# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[20:58]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegi forseti. Hér er eitt af þessum úreltu ákvæðum frá því fyrir 25 árum. Ég vek athygli á því hverju er verið að stilla Alþingi upp fyrir í sambandi við almannarétt í landinu þar sem stendur í 2. málsl. greinarinnar:

,,Gangandi fólki er því aðeins heimil för um eignarlönd manna að þau séu óræktuð og ógirt og dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né óhagræði fyrir rétthafa að landinu. Sé land girt þarf leyfi landeiganda til að ferðast um það eða dveljast á því. Það sama gildir um ræktuð landsvæði.``

Ég spurði hæstv. umhvrh. við umræðuna hvenær maður veit hvort hann er innan eða utan girðingar í þessu landi. Ég held að það verði fátt um svör.