Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:03:48 (7341)

1996-06-05 21:03:48# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[21:03]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er verið að lögleiða áfram gersamlega úrelt og haldlaus ákvæði varðandi efnistöku í landinu, malarnám og annað. Það er hörmulegt til þess að vita að við yfirferð náttúruverndarlöggjafar skuli ekki reynt að taka á þessum ákvæðum. Sérstakt þingmannafrumvarp lá fyrir í nefndinni en fékkst ekki tekið á dagskrá, frv. sem kom fram í haust um þessi efni. Þetta eru vinnubrögð af þeim toga, virðulegur forseti, að það er Alþingi til vansa að ganga þannig frá löggjöf í þessum viðkvæma málaflokki.