Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:06:50 (7342)

1996-06-05 21:06:50# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[21:06]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegi forseti. Með óbeinum hætti má hafa áhrif á stundum og svo fór hér. Það lá við borð að meiri hluti nefndarinnar löghelgaði það sem hefði verið framið með lögbrotum milli 1971 og 1996 í sambandi við byggingar og mannvirki. Undanþága var gerð í löggjöfinni 1971 um það efni, en hér hefur lopinn verið teygður í 25 ár. Við vöktum á þessu athygli í nál. og formaður umhvn. flytur brtt. sem ég leyfi mér að styðja.