Fundargerð 120. þingi, 156. fundi, boðaður 1996-05-30 20:30, stóð 20:30:00 til 22:50:36 gert 3 9:42
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

156. FUNDUR

fimmtudaginn 30. maí,

kl. 8.30 síðdegis.

Dagskrá:


Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður).

[20:32]

Umræðan skiptist í þrjár umferðir og hafði hver þingflokkur til umráða 20 mínútur sem skiptist þannig að í fyrstu umferð hafði hver þingflokkur 8 mínútur til umráða og 6 mínútur í tveimur síðari umferðunum. Röð flokkanna var þessi í öllum umferðum: Alþfl., Framsfl., Þjóðvaki, Alþb. og óháðir, Sjálfstfl. og Samtök um kvennalista.

Ræðumenn fyrir Alþfl. voru Gísli S. Einarsson, 5. þm. Vesturl., í fyrstu umferð, Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl., í annarri umferð, og Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Framsfl. voru Halldór Ásgrímsson utanrrh., í fyrstu umferð, Ólafur Örn Haraldsson, 11. þm. Reykv., í annarri umferð, og Páll Pétursson félmrh., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Þjóðvaka voru Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv., í fyrstu umferð, Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e., í annarri umferð, og Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn., í þriðju umferð.

Ræðumenn Alþb. og óháðra voru Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., í fyrstu umferð, Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv., í annarri umferð, og Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstfl. voru Friðrik Sophusson fjmrh., í fyrstu umferð, Árni Johnsen, 3. þm. Suðurl., í annarri umferð, og Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf., í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Samtök um kvennalista voru Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í fyrstu umferð, Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., í annarri umferð, og Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., í þriðju umferð.

[22:48]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 22:50.

---------------