Ferill 70. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 70 . mál.


70. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjur ríkissjóðs af skráningu flugvéla og kaupskipa á Íslandi.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hverjar voru tekjur ríkissjóðs vegna stimpilgjalda af afsölum og veðböndum við nýskráningu eða sölu þeirra farþegaflugvéla sem Flugleiðir og Atlanta hafa skráð hér á landi frá ársbyrjun 1994 til þessa dags, sundurgreindar á vélar?
    Hverjar voru tekjur ríkissjóðs vegna stimpilgjalda af afsölum og veðböndum við nýskráningu kaupskipanna ms. Brúarfoss, ms. Laxfoss og ms. Helgafells?
    Hve mörg kaupskip skipafélaganna eru skráð hérlendis og hve mörg erlendis?
    Hvaða ástæðu telur ráðherra vera fyrir því að svo fá kaupskip í eigu Íslendinga eru skráð hér á landi sem raun ber vitni?


Skriflegt svar óskast.