Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 29 . mál.


90. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um endurskoðun ættleiðingarlaga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvenær var sifjalaganefnd falin endurskoðun ættleiðingarlaga?
    Hve marga fundi, og hvenær, hefur nefndin haldið um málið:
         
    
    sérstaklega,
         
    
    ásamt öðrum málum?


    Sifjalaganefnd var ekki formlega falin endurskoðun ættleiðingarlaga með bréfi heldur hafði um nokkurn tíma legið fyrir nauðsyn þess að endurskoða lögin og jafnframt að hafist yrði handa að lokinni heildarendurskoðun barna- og hjúskaparlaga. Fyrsti formlegi fundur sifjalaganefndar vegna endurskoðunar ættleiðingarlaga var haldinn 11. október 1994 en þá hafði undirbúningsvinna staðið yfir í nokkurn tíma.
    Sifjalaganefnd hefur haldið tíu fundi frá því endurskoðun ættleiðingarlaga hófst, þ.e. 11. október, 8., 14., 17., 21., 23., 29. nóvember og 16. desember 1994. Enn fremur 17. júní og 26. júlí 1995. Á fjórum þessara funda var fjallað sérstaklega um endurskoðun ættleiðingarlaga en á öðrum fundum var einnig fjallað um breytingar á barnalögum, sbr. lög nr. 23/1995.