Ferill 104. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 104 . mál.


109. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um Jarðasjóð.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hve margar jarðir keypti Jarðasjóður síðustu fimm ár? Hvert var heildarkaupverðið og hverjar eru skuldbindingar sjóðsins?
    Hversu margar jarðir voru seldar síðustu fimm ár? Hvert var heildarsöluverðið?
    Hversu margar bújarðir eru í eigu og umsjón ríkisins þar sem ekki er stundaður hefðbundinn búskapur? Hversu margar eru í útleigu?
    Hversu mörgum þeirra fylgja hlunnindi, svo sem laxveiði eða dúntekja? Ef um hlunnindi er að ræða, hverjar eru tekjur sjóðsins af þeim?
    Hver er fjöldi starfsmanna sjóðsins? Hvert er hlutverk hvers fyrir sig? Hverjar eru heildarlaunagreiðslur sjóðsins?


Skriflegt svar óskast.