Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 115 . mál.


124. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um úreldingu fiskiskipa.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



    Hver er fjöldi og stærð (í tonnum talið) þeirra fiskiskipa sem hafa verið úrelt síðan Þróunarsjóður sjávarútvegs hóf störf á miðju ári 1994?
                  Í svari óskast tilgreint hvernig þessi fiskiskip skiptast eftir útgerðarflokkum.
    Hver er aldur úreltra fiskiskipa?
    Hvaða fiskiskip hafa komið í stað þeirra sem úrelt hafa verið?
    Hver er sóknargeta fiskiskipaflotans? Hefur sóknargeta aukist eða minnkað síðan um mitt ár 1994?


Skriflegt svar óskast.