Ferill 138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 138 . mál.


164. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um rekstur neyðarsímsvörunar.

Frá Ögmundi Jónassyni.



    Við hverja hefur verið samið um rekstur neyðarsímsvörunar í landinu og hver er þáttur hvers aðila fyrir sig í því sambandi?
    Hverjar voru forsendur hins faglega mats sem sagt var í frumvarpi til laga um neyðarsímsvörun að lagt yrði til grundvallar við val rekstraraðila og hvernig fór það fram?
    Verður tryggt, hér eftir sem hingað til, að lögregla og slökkvilið annist fyrstu móttöku tilkynninga um ófarir, afbrot eða önnur neyðartilvik í landinu og hvaða áhrif kemur þessi nýja þjónusta til með að hafa á þjónustu þessara aðila?
    Hver verður kostnaður af þessari þjónustu?


Skriflegt svar óskast.