Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 115 . mál.


188. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um úreldingu fiskiskipa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er fjöldi og stærð (í tonnum talið) þeirra fiskiskipa sem hafa verið úrelt síðan Þróunarsjóður sjávarútvegs hóf störf á miðju ári 1994?
                  Í svari óskast tilgreint hvernig þessi fiskiskip skiptast eftir útgerðarflokkum.
    Hver er aldur úreltra fiskiskipa?

    Hvaða fiskiskip hafa komið í stað þeirra sem úrelt hafa verið?
    Hver er sóknargeta fiskiskipaflotans í dag? Hefur sóknargeta aukist eða minnkað síðan um mitt ár 1994?


    Svar við fyrstu tveimur liðunum er að finna í töflu I sem er unnin úr upplýsingum frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins um skip sem úreldingarstyrkur hafði verið greiddur til 16. október sl. Þar er að finna upplýsingar um fjölda, stærð í brúttórúmlestum og aldur skipa eftir skipaflokkum. Þess er vert að geta að flokkun sú sem stuðst er við var tekin upp í sambandi við sóknarmarksvalkostinn, en hann var afnuminn þegar núgildandi lög tóku gildi árið 1991. Síðan þá hefur flokkunin ekki haft sömu þýðingu nema í fáum tilvikum og hefur ekki verið lögð áhersla á að halda henni við. Upplýsingar um útgerðarflokk geta því gefið rangar hugmyndir um skip. Til dæmis má taka að þótt bátur sé í flokki 30, síldarbátar, þarf það ekki að þýða að sá bátur stundi síldveiðar.

Tafla I.

Fjöldi

Meðalstærð

Meðalaldur



10 Ísfisktogari     
3
248 13
11 Frystitogari     
1
230 5
16 Raðsmíðaskip     
0
0 0
20 Án sérveiðiheimildar     
22
83 26
21 Togbátur     
2
128 31
30 Síldarbátur     
6
191 22
40 Humarbátur     
5
86 30
50 Humar- og síldarbátur     
4
120 22
60 Rækjubátur við Eldey     
2
29 42
62 Rækjubátur í Djúpi og Húnaflóa     
1
22 22
70 Skelbátur     
2
76 40
80 Loðnuskip     
0
0 0
90 Smábátur með aflamark     
141
6 19
91 Smábátur með meðalaflamark     
19
8 9
Aðrir flokkar     
26
18 21
234 29 20


    Rétt er að taka fram varðandi þriðja lið að skilyrði þess að skip fái styrki úr Þróunarsjóði sjávarútvegsins vegna úreldingar eru að skipið hafi fengið leyfi til veiða í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, að eigandi skipsins lýsi því yfir að skipið verði eða hafi verið tekið varanlega af skipaskrá, að réttur til endurnýjunar þess verði ekki nýttur og að allar aflaheimildir skipsins verði varanlega sameinaðar aflaheimildum annarra fiskiskipa.
    Ráðuneytið hefur fengið upplýsingar um endurnýjun í skipastólnum frá Fiskistofu og eru þær í töflu II. Þar sést hvaða skip hafa fengið veiðileyfi og hvaða skip hafa látið veiðileyfi í þeirra stað á fiskveiðiárunum 1993/1994 og 1994/1995. Fram koma upplýsingar um skipaskrárnúmer, nafn, einkennisstafi, einkennisnúmer og rúmtölu nýju skipanna og fyrir aftan sömu upplýsingar um þau skip sem veiðileyfi létu í þeirra stað.
    Á fiskveiðiárinu 1993/1994 fengu alls 38 (23) ný fiskiskip veiðileyfi, samtals 22.932 m³ (497 m³). Í stað þeirra létu 59 (33) skip veiðileyfi, samtals 23.347 m³ (512 m³).
    Á fiskveiðiárinu 1994/1995 fengu alls 72 (58) ný fiskiskip veiðileyfi, samtals 19.430 m³ (1.341 m³). Í stað þeirra létu 120 (93) skip veiðileyfi, samtals 19.842 m³ (1.437 m³).
    Tölur innan sviga segja til um hlut krókabáta í heildinni.

Tafla II.






Repró 6 síður








    Í svari tæknideildar Fiskifélags Íslands og Fiskveiðasjóðs Íslands, sem ráðuneytið leitaði til varðandi fjórða lið fyrirspurnarinnar, kemur eftirfarandi fram.
    Ekki er til neinn almennur ákveðinn mælikvarði fyrir sóknargetu skipa. Fiskiskipafloti er almennt annaðhvort metinn eftir notkun á ákveðnu tímabili (úthaldsdagar, róðrafjöldi) eða af ákveðinni stærð á ákveðnum tímapunkti. Stærð flota hefur verið metin eftir ýmsum mælikvörðum, en algengustu stærðirnar hafa verið fjöldi skipa og brúttórúmlestir. Sóknargeta er aftur á móti háð fleiri atriðum, svo sem vélarstærð, byggingarlagi (mögulegum veiðiaðferðum), búnaði (vindubúnaði, rafeindatækjabúnaði) og jafnvel dugnaði áhafnar. Verulegur munur getur verið á því hvað flotinn getur, má gera og síðan gerir.
    Tæknideild Fiskifélags Íslands og Fiskveiðasjóðs Íslands hefur tekið saman fjórar stærðir varðandi stöðu fiskiskipaflotans, annars vegar um mitt ár 1994 og hins vegar um mitt ár 1995. Rétt er að geta þess að í töflu III eru öll íslensk fiskiskip, bæði opnir bátar og þilfarsskip.
    Í töflunni kemur fram fjöldi fiskiskipa, brúttórúmlestir, rúmtala og vélarstærð. Rúmtala er sú stærð sem miðað hefur verið við undanfarin allmörg ár þegar um endurnýjun og í sumum tilvikum breytingar á fiskiskipum hefur verið að ræða. Í töflunni er flotanum skipt upp í nokkra „stærðarflokka“ eftir brúttórúmlestum, og einnig er annars vegar skoðaður flotinn í heild og hins vegar sá hluti hans sem samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hafði veiðileyfi á þeim tímapunktum sem valdir voru. Af töflunni sést að flotinn minnkar milli áranna samkvæmt þessum mælikvörðum, nema hvað skuttogaraflotinn stækkar, en hins vegar eru skilin milli skuttogara og stærstu bátanna oft óljós. Stækkun skuttogaraflotans sem hefur veiðileyfi helgast af úreldingarreglunum, þar sem almennt eru úrelt fleiri smærri skip fyrir eitt stærra, en einnig vegur stækkun einstakra skipa lítillega. Stækkun heildarflotans skýrist aftur á móti með skipum sem ætluð eru til úthafsveiða, en hafa ekki veiðileyfi í íslenskri landhelgi.

Tafla III.






Repró.