Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 162 . mál.


196. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lán ríkissjóðs í Bretlandi 1981.

Frá Pétri H. Blöndal.



    Hver eru lánskjör á láni ríkissjóðs sem tekið var í Bretlandi 1981, upphæð, vextir, lánstími, afborganir og vaxtagreiðslur? Óskað er eftir sömu upplýsingum um síðari viðauka við lánið.
    Er heimilt að greiða aukalega afborgun af láninu?
    Hvert væri markaðsverðið ef ríkissjóður hygðist kaupa skuldabréfin til baka?
    Hverjir eru raunvextir af láninu frá lántökudegi til 1. nóvember 1995 miðað við verðlag í Bretlandi og á Íslandi?
    Hver er spá ráðuneytisins um raunvexti á láninu frá 1. nóvember 1995 til síðasta gjalddaga?
    Hverjir hafa verið meðalraunvextir af öðrum lántökum ríkissjóðs á undanförnum árum og hvaða meðalraunvöxtum spáir ráðuneytið á næstu árum?


Skriflegt svar óskast.





















Prentað upp.