Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 229 . mál.


310. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar hættumats.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hverjar af tillögum nefndar þeirrar sem gerði hættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll eru þegar komnar til framkvæmda?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Álit nefndarinnar var birt í skýrslunni „Reykjavíkurflugvöllur — sambýli flugs og byggðar“ árið 1991. Tillögurnar eru byggðar á hættumati nefndarinnar og mati á slysalíkum umhverfis flugvöllinn:
    æfinga-, kennslu- og einkaflug fái aðstöðu á nýjum flugvelli í nágrenni höfuðborgarinnar,
    ferjuflugi og milllandaflugi einkaflugvéla, öðru en sérstöku gestaflugi, verði beint til Keflavíkur,
    hætt verði notkun á NA/SV-braut (07-25) og henni lokað,
    tekin verði upp skráning á brautarnotkun á Reykjavíkurflugvelli og settar reglur sem leiða til aukinnar notkunar AV-brautar á kostnað NS-brautar,
    eldsneytisgeymar á flugvallarsvæðinu verði fjarlægðir og komið upp eldsneytis- og olíubirgðageymslu á einum stað utan við öryggissvæði flugbrautanna,
    gas- og olíugeymar í Skerjafirði verði fjarlægðir,
    settar verði reglur um hávaðatakmarkanir á Reykjavíkurflugvelli,
    flugsýningar verði framvegis haldnar utan Reykjavíkur,
    hraðað verði framkvæmdum við endurbætur og nýbyggingu akbrauta á flugvellinum,
    tryggt verði fé til kaupa á flugvallarratsjá í flugturn og aðflugs- og brottflugsleiðum beint sem mest frá þéttbýli umhverfis flugvöllinn út yfir sjó.