Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 177 . mál.


315. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um einkahlutafélög.

    Hve mörg hlutafélög og einkahlutafélög hafa verið skráð frá því lög um einkahlutafélög tóku gildi 1. janúar 1995 og hvernig skiptast þau eftir starfsgreinum?
    Þar eð spurt er um skiptingu eftir starfsgreinum fara hér á eftir upplýsingar fyrirtækjaskrár Hagstofu Íslands:


Einkahlutafélög

Hlutafélög

Einkahlutafélög


skráð 1995

skráð 1995

sem áður voru hf.




Landbúnaður     
7
5
Fiskveiðar     
36
4 17
Vinnsla hráefna úr jörðu     
4

Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður     
31
6 16
Annar iðnaður     
57
11 37
Byggingarstarfsemi     
64
5 26
Verslun og viðgerðarstarfsemi     
132
10 107
Hótel- og veitingahúsarekstur     
44
1 8
Samgöngur og flutningar     
26
5 16
Fjármálaþjónusta     
7
3
Ýmis sérhæfð þjónusta     
162
10 109
Fræðslustarfsemi     
4
2
Heilbrigðis- og félagsþjónusta     
3
1 3
Önnur samfélagsþjónusta     
27
2 8
Engin starfsemi (starfsemi hætt)     
3
20
Starfsemi ókunn*     
21
1 30
Samtals     
628
59 404

* Starfsemi ókunn þýðir fyrirtæki sem ekki hafa hafið starfsemi eða ekki er unnt að flokka vegna skorts á upplýsingum.

    Hve mörgum hlutafélögum og sameignarfélögum hefur verið breytt í einkahlutafélög frá því lög um einkahlutafélög tóku gildi og hvernig skiptast þau eftir starfsgreinum?
    Að því er varðar breytingu hlutafélaga í einkahlutafélög er vísað í aftasta dálk 1. töluliðar.
    Ekki liggja fyrir tölur um breytingu á sameignarfélögum, sem skráð eru hjá sýslumönnum, í einkahlutafélög en telja má að einhver þeirra 628 einkahlutafélaga, sem skráð voru á tímabilinu janúar til nóvember 1995, hafi áður starfað sem sameignarfélög. Um tvö óskyld félagsform er þó að ræða og tengist afskráning sameignarfélags ekki formlega stofnun einkahlutafélags. Ekki hefur orðið vart sérstakrar aukningar á afskráningu sameignarfélaga hjá sýslumanninum í Reykjavík á þessu ári en mest ber reyndar á breytingum í lok hvers árs.
    Ljóst er að forráðamenn margra eldri hlutafélaga (hlutafélaga sem skráð voru fyrir 1. janúar 1995) eiga eftir að tilkynna ákvörðun um hvort félögunum sé ætlað að vera áfram hlutafélög eða þeim verði breytt í einkahlutafélög. Um miðjan október 1995, skömmu eftir sérstaka tilkynningu til hlutafélaganna um nauðsyn ákvörðunar, voru tæp 10.000 félög skráð hjá hlutafélagaskrá, 726 sem einkahlutafélög en 8.284 sem hlutafélög. Auk þess voru þar skráð um 600 hlutafélög sem höfðu verið úrskurðuð gjaldþrota og voru enn í skiptameðferð. Búist er við að hlutfall félaga breytist í byrjun næsta árs þannig að 90–95% félaganna í skránni verði einkahlutafélög en 5–10% hlutafélög enda verða þá öll eldri hlutafélög skráð sem einkahlutafélög hafi þau ekki tilkynnt að þau vilji starfa sem hlutafélög samkvæmt nýjum lögum um hlutafélög.
    Því má bæta hér við til fróðleiks að skráning nýrra hlutafélaga hefur aukist mjög á síðustu árum svo sem eftirfarandi tölur frá hlutafélagaskrá gefa til kynna:
    1980
108

    1981
168

    1982
189

    1983
230

    1984
330

    1985
416

    1986
535

    1987
635
1988 800
1989
944

1990
495

1991
530

1992
627

1993
882

1994
1018

    Hvert er skattalegt hagræði þess að sjálfstæðir atvinnurekendur stofni til einkahlutafélags um rekstur sinn, svo sem varðandi tekjuskatt og eignarskatt og mat á hlunnindum?
    Helsti munur á skattareglum milli sjálfstætt starfandi einstaklinga og einkahlutafélaga er mismunandi skattlagningarprósenta. Af atvinnurekstrartekjum einstaklinga greiðast um 42,0% og allt að 47,0% í tekjuskatt og útsvar séu þær tekjur að viðbættum öðrum skattskyldum tekjum hans ofan skattleysismarka. Af tekjum einkahlutafélags greiðast í skatt 33,0% af hagnaði. En áður en skattskyldur hagnaður er ákveðinn er heimilt að draga frá útborgaðan arð allt að 10% af nafnverði hlutafjár, sbr. 8. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
    Jafnframt er munur á skattalegri stöðu einkahlutafélaga og einstaklinga í rekstri við ráðstöfun þess fjár sem eftir er í félaginu að skattgreiðslum loknum. Á því fé hefur einstaklingur í rekstri fullt forræði án skattlagningar, en í einkahlutafélögunum verður ráðstöfunin að eiga sér stað innan félagaformsins og gilda um þá ráðstöfun arðsreglur 2. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. og 8. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
    Að því er varðar mat á hlunnindum gilda sömu reglur um launamenn einkahlutafélags og aðra launamenn.