Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 162 . mál.


518. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndals um lán ríkissjóðs í Bretlandi.

    Hver eru lánskjör á láni ríkissjóðs sem tekið var í Bretlandi 1981, upphæð, vextir, lánstími, afborganir og vaxtagreiðslur? Óskað er eftir sömu upplýsingum um síðari viðauka við lánið.
    Samkvæmt útgáfusamningi, dags. 14. janúar 1981, milli ríkissjóðs og Hambros-banka í Lundúnum voru gefin út skuldabréf ríkissjóðs á Bretlandsmarkaði að fjárhæð 15 milljónir sterlingspunda. Útgáfugengi bréfanna var 96%. Vextir bréfanna eru 14,5% á ári. Bréfin greiðast upp í einu lagi 31. janúar 2016. Vextir greiðast tvisvar á ári.
    Samningur um síðari viðauka við lánið er dags. 24. maí 1983. Samkvæmt samningnum var gefinn út nýr flokkur skuldabréfa ríkissjóðs að fjárhæð 15 milljónir sterlingspunda. Útgáfugengi bréfa í þessum flokki var 101,25%. Kjör bréfanna eru að öðru leyti hin sömu og í skuldabréfaflokknum frá 1981. Vaxtagreiðsludagar í báðum skuldabréfaflokkum eru 31. janúar og 31. júlí og greiðast 2.175.000 sterlingspund í vexti á hvorum vaxtagreiðsludegi.
    Af andvirði lánsins voru endurlánaðar til innlendra aðila um 12,7 milljónir sterlingspunda, þar af eru enn þá útistandandi sem skuld við ríkissjóð um 6,6 milljónir sterlingspunda. Umrætt lán að fjárhæð 30 milljónir sterlingspunda svarar til um 2,4% af heildarfjárhæð erlendra lána ríkissjóðs miðað við gengi 1. nóvember 1995.

    Er heimilt að greiða aukalega afborgun af láninu?
    Samkvæmt útgáfusamningnum greiðist lánið upp í einu lagi 31. janúar 2016 og gerir samningurinn ekki ráð fyrir aukaafborgunum á lánstímanum. Heimilt er útgefanda þó að kaupa bréf í kauphöllinni í Lundúnum. Jafnframt er útgefanda heimilt að gera öllum eigendum bréfanna í senn tilboð um endurkaup. Enn fremur er útgefanda heimilt að ganga til samninga við einstaka eigendur skuldabréfa um kaup á bréfum að því tilskildu að kaupverð bréfa samkvæmt slíkum samningi fari eigi meira en 10% fram úr skráðu gengi í kauphöllinni í Lundúnum.

    Hvert væri markaðsverðið ef ríkissjóður hygðist kaupa skuldabréfin til baka?
    Skráð viðskipti með umrædd skuldbréf á árinu 1995 samkvæmt upplýsingum kauphallarinnar í Lundúnum, viðskiptavaka bréfanna, og umsjónarbanka útgáfunnar eru eins og sýnt er í eftirfarandi yfirliti.
    Síðustu skráð viðskipti með bréfin voru 20. september 1995. Fjárhæð viðskipta var 4.570 sterlingspund á genginu 149,5. Eins og sjá má af töflunni hafa markaðsviðskipti með umrædd skuldabréf verið takmörkuð og virðast bréfin liggja að miklu leyti óhreyfð hjá eigendum. Verður því ekki með óyggjandi hætti ályktað um hvert markaðsverð bréfanna væri ef freista ætti þess að kaupa bréfin af eigendum þeirra. Slík aðgerð kynni sjálf að hafa áhrif á verð bréfanna.
1. tafla.

Viðskipti með skuldabréf ríkissjóðs


í sterlingspundum frá 1981 og 1983 á árinu 1995..



Viðskipta-

Fjárhæð í


1995

gengi

pundum




11. janúar     
141
1.000
10. febrúar      144
,75
1.500
5. apríl     
144
74.335
12. apríl      144
,5
100.000
13. júní     
148
,75
20. júní      148
,25
2.500.000²
21. júní      148
,25
25.000
26. júní     
145
7.780
28. júní     
145
350.000
21. júlí      144
,75
5.000
16. ágúst     
146
100.000
12. september     
149
,75
20. september      150
,25
1.000
20. september      149
,5
4.570


. Upplýsingar um fjárhæð liggja ekki fyrir í tveimur tilvikum, þ.e. varðandi viðskipti 13. júní og 12. september 1995.
² Ekki er víst að um eiginleg viðskipti sé að ræða heldur hugsanlega kaup og sölu eiganda samdægurs í því skyni að festa söluhagnað eða sölutap, t.d. af skattalegum ástæðum.

    Hverjir eru raunvextir af láninu frá lántökudegi til 1. nóvember 1995 miðað við verðlag í Bretlandi og á Íslandi?
    Raunvexti í sterlingspundum má reikna á þann hátt að færa greiðslur í pundum til fasts verðlags að teknu tilliti til verðbreytinga í Bretlandi og reikna síðan innri vexti greiðsluraðarinnar sem þannig fæst. Miðað er við verðlag í nóvember 1995 og gert ráð fyrir að höfuðstóll lánsins hafi verið greiddur upp á nafnvirði 1. nóvember 1995. Með þessari aðferð fást raunvextir í sterlingspundum 9,3% á fyrri útgáfunni og 8,6% á hinni seinni.
    Til að finna raunvexti í krónum, sem e.t.v. hafa einna mesta efnahagslega þýðingu frá sjónarhóli ríkissjóðs, voru greiðslur af lánunum umreiknaðar yfir í krónur og færðar á fast verðlag í nóvember 1995 með lánskjaravísitölu og síðan væru reiknaðir innri vextir greiðsluraðarinnar. Eftir sem áður var gert ráð fyrir að höfuðstóll lánsins væri greiddur upp á nafnvirði 1. nóvember 1995. Raunvextir í krónum reiknaðir með þessari aðferð reynast vera 7,9% á fyrra láninu og 4,0% á hinu síðara.
    Lægri raunvextir í krónum en í sterlingspundum eiga rót sína að rekja til þess að frá því að lánin voru tekin hefur orðið veruleg lækkun á raungengi sterlingspunds gagnvart flestum myntum, þar á meðal krónunni. Með breytingu á raungengi í þessu sambandi er átt við gengisbreytingar að teknu tilliti til verðlagsbreytinga í Bretlandi og hér á landi. Á þeim tíma sem lánin voru tekin stóð raungengi sterlingspunds hátt gagnvart krónu og raunar aldrei hærra en þegar seinna láninu var skipt yfir í íslenskar krónur. Næstu árin eftir að síðara lánið var tekið lækkaði raungengi sterlingspunds verulega gagnvart krónunni. Þannig lækkaði raungengi punds gagnvart krónu um nærri 40% frá maílokum 1983, þegar seinna lánið var tekið, og fram til miðs árs 1987, svo að dæmi sé tekið. Þetta leiddi af sér rýrnun á raunvirði höfuðstóls sem sjá má af því að miðað við útborgunargengi lánanna tveggja svarar andvirði þeirra í krónum talið, uppreiknað til verðlags í nóvember 1995, til rétt tæpra 7 milljarða króna (6.997 milljóna kr.) meðan skuldin nemur tæplega 3,1 milljarði króna (3.060 milljónum kr.) miðað við gengi 1. nóvember 1995.
    Til samanburðar má reikna einfalda raunvexti af báðum lánunum í sterlingspundum með því að taka tillit til meðalverðbólgu samkvæmt framfærsluvísitölu í Bretlandi frá lántökumánuði til nóvember 1995. Reiknaðir með þessari einföldu aðferð reynast raunvextir í sterlingspundum vera 9,4% af fyrra láninu en 9,2% af seinna láninu.
    Sams konar einfaldir raunvextir voru reiknaðir í íslenskum krónum með því að taka tillit til gengisbreytingar milli ára að meðaltali (reiknuð sem meðalárshækkun söluverðs sterlingspunds í íslenskum krónum) og meðalverðbólgu á lánstíma miðað við lánskjaravísitölu. Raunvextir í krónum reiknaðir með þessari aðferð reynast vera 8,2% af fyrra láninu en 6,5% af hinu síðara.
    Til skýringar á reikniaðferðum má geta þess að aðferð innri vaxta og einfaldur vaxtareikningur fela í sér útreikning á einni meðalraunvaxtatölu fyrir lán sem í reynd ber ekki fasta raunvexti. Fyrri aðferðin felur í sér að finna meðalraunvexti með því að vega saman einstakar vaxtagreiðslur að teknu tilliti til raunvirðis hverrar greiðslu og hvenær á lánstímanum hún fellur. Seinni aðferðin vegur allar greiðslur jafnt og kann því að eiga síður við ef miklar breytingar verða á raunvirði greiðslna á lánstímanum.

    Hver er spá ráðuneytisins um raunvexti á láninu frá 1. nóvember 1995 til síðasta gjalddaga?
    Spurt er um raunvexti á tímabili sem spannar liðlega tvo áratugi. Með því að erfitt er að finna raunhæfar forsendur um verðlags- og gengisþróun svo langt fram í tímann er naumast gerlegt að svara spurningunni með viðunandi hætti.

    Hverjir hafa verið meðalraunvextir af öðrum lántökum ríkissjóðs á undanförnum árum og hvaða meðalraunvöxtum spáir ráðuneytið á næstu árum?
    Meðalvexti á hverju ári má reikna sem vaxtagreiðslur í hlutfalli við meðalstöðu lána á árinu. Raunvextir eru fundnir með því að taka tillit til meðalverðbólgu í iðnríkjunum. Meðalraunvextir erlendra lána ríkissjóðs í erlendri mynt á árabilinu 1981–1994, reiknaðir á þennan hátt, eru sýndir í eftirfarandi töflu:

2. tafla.

Meðalraunvextir erlendra lána ríkissjóðs,


reiknaðir í erlendri mynt árin 1981–1994 (%).


1981
0,1
1982
3,7
1983
4,5
1984
5,9
1985
5,4
1986
6,9
1987
5,7
1988
4,8
1989
4,9
1990
2,0
1991
3,1
1992
3,4
1993
3,4
1994
4,2
Heimild: Seðlabanki Íslands.

    Til samanburðar má sýna vexti til langs tíma í sterlingspundum á tímabilinu frá 1981. Jafnframt eru sýndir langtímavextir í Bandaríkjadölum og þýskum mörkum, en þessar myntir vógu þungt í lántökum ríkissjóðs þegar umrætt lán var tekið. Verðbólga í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi er sýnd til hliðsjónar. Í töflunni kemur m.a. fram að á þeim tíma sem umrætt lán var tekið voru vextir og verðbólga yfirleitt há á þeim erlendu mörkuðum sem Ísland hafði aðgang að.

3. tafla.

Langtímavextir og verðbólga í Bretlandi,


Bandaríkjunum og Þýskalandi 1985–1994.




Bretland

Bandaríkin

Þýskaland


Langtíma-

Verðbólga

Langtíma-

Verðbólga

Langtíma-

Verðbólga


vextir %

%

vextir %

%

vextir %

%




1981      14
,9 11 ,9 13 ,9 10 ,3 10 ,1
6 ,3
1982      13
,1 8 ,6 13 ,0 6 ,1 8 ,9
5 ,3
1983      11
,3 4 ,6 11 ,1 3 ,2 8 ,1
3 ,3
1984      11
,3 5 ,0 12 ,4 4 ,3 8 ,0
2 ,4
1985      11
,1 6 ,1 10 ,6 3 ,5 7 ,0
2 ,2
1986      10
,1 3 ,4 7 ,7 1 ,9 6 ,2
–0 ,1
1987      9
,6 4 ,1 8 ,4 3 ,7 6 ,2
0 ,2
1988      9
,7 4 ,9 8 ,8 4 ,1 6 ,5
1 ,3
1989      10
,2 7 ,8 8 ,5 4 ,8 7 ,0
2 ,8
1990      11
,8 9 ,5 8 ,6 5 ,4 8 ,8
2 ,7
1991      10
,1 5 ,9 7 ,9 4 ,2 8 ,5
3 ,5
1992      9
,1 3 ,7 7 ,0 3 ,0 7 ,9
4 ,0
1993      7
,5 1 ,6 5 ,9 3 ,0 6 ,5
4 ,1
1994      8
,2 2 ,5 7 ,1 2 ,6 6 ,9
3 ,0

Skýring: Miðað er við vexti 10 ára ríkisskuldabréfa í Bretlandi og Bandaríkjunum og vexti á 8–15 ára skuldabréfum opinberra aðila í Þýskalandi.
Heimild: OECD Economic Outlook, júní 1995.

    Í síðari lið spurningarinnar er spurt um spá fjármálaráðuneytisins um meðalraunvexti á næstu árum. Spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD, um langtímavexti og verðbólgu á árunum 1996 og 2000 er sýnd í eftirfarandi töflu:

4. tafla.

Spá OECD um langtímavexti og verðbólgu ásamt


reiknuðum raunvöxtum fyrir árin 1996 og 2000 (%).




Langtímavextir

Verðbólga

Raunvextir


1996

2000

1996

2000

1996

2000




Bandaríkin      6
,9 7 ,1 2 ,7 3 ,0 4 ,1
4 ,0
Japan      3
,7 4 ,3 0 ,2 0 ,5 3 ,5
3 ,8
Þýskaland      7
,0 6 ,6 2 ,3 2 ,4 4 ,6
4 ,1
Frakkland      7
,3 6 ,6 2 ,0 2 ,2 5 ,2
4 ,3
Ítalía      11
,4 9 ,4 4 ,5 4 ,4 6 ,6
4 ,8
Bretland      8
,2 7 ,6 2 ,7 3 ,0 5 ,4
4 ,5
Kanada      7
,5 6 ,7 2 ,2 2 ,0 5 ,2
4 ,6
Meðaltal      7
,4 6 ,9 2 ,3 2 ,5 4 ,9
4 ,3

Heimild: OECD Economic Outlook, júní 1995.