Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 282 . mál.


519. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um talsett og textað efni í sjónvarpi.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hve stór hluti þess efnis sem sýnt var í sjónvarpi árið 1995 var talsettur og hve stór hluti textaður?
    Hve stór hluti barnaefnis í sjónvarpi var talsettur og hve stór hluti textaður sama ár?
    Upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir sjónvarpsstöðvum og komi þá einnig fram hvernig þessum málum var háttað hjá þeim stöðvum sem hófu rekstur á árinu þann tíma sem þær störfuðu.



Skriflegt svar óskast.