Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 282 . mál.


566. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um talsett og textað efni í sjónvarpi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve stór hluti þess efnis sem sýnt var í sjónvarpi árið 1995 var talsettur og hve stór hluti textaður?
    Hve stór hluti barnaefnis í sjónvarpi var talsettur og hve stór hluti textaður sama ár?
    Upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir sjónvarpsstöðvum og komi þá einnig fram hvernig þessum málum var háttað hjá þeim stöðvum sem hófu rekstur á árinu þann tíma sem þær störfuðu.


    Eftirfarandi upplýsingar hafa borist ráðuneytinu frá Ríkisútvarpinu, Íslenska útvarpsfélaginu hf. og Íslenska sjónvarpinu hf.:

Ríkisútvarpið — Sjónvarp.


    Útsent efni í Sjónvarpinu 1995 var 3.512 klst. Af því var almennt erlent dagskrárefni 1.822 klst. eða 52%. Af þessu efni var 1.361 klst. textuð eða 74,7% og 461 klst. talsett eða 25,3%.
    Erlendar fréttir og íþróttir eru yfirleitt textaðar eða með þeim fluttur íslenskur þulartexti. Fréttir og íþróttir eru ekki meðtaldar í framangreindum tölum.
    Í textavarpi voru 7,5 klst. textaðar fyrir heyrnarskerta árið 1995.
    Talsett barnaefni var 468 klst. eða 78%. Textað barnaefni var 130 klst. eða 22%. Erlent barnaefni var samtals 598 klst.

Íslenska útvarpsfélagið hf. — Stöð 2.


     Kvikmyndir/framhaldsmyndir
         Frumsýndar myndir (fjöldi 327)     
568 klst.

         Endursýndar myndir (fjöldi 658)     
1.107 klst.

     Framhaldsþættir     
852 klst.

     Fræðsluþættir og stakir þættir     
55 klst.

    Tónlist
         Innlend dagskrárgerð     
74 klst.

         Erlendir þættir og myndbönd     
101 klst.

    Íþróttir
         Innlend dagskrárgerð     
101 klst.

         Erlent efni     
187 klst.

    Barnaefni
         Innlend dagskrárgerð     
43 klst.

         Textað efni     
190 klst.

         Talsett efni     
438 klst.

     Fréttir/19:19     
334 klst.

     Innlend dagskrárgerð/annað     
375 klst.

     Samtals     
4.425 klst.


     Þar af:
         á íslensku     
926 klst.

         á ensku     
2.843 klst.

         á öðru tungumáli     
66 klst.

         talsett (barnaefni, fræðsluþættir, íþróttir)     
590 klst.


Íslenska útvarpsfélagið hf. — Sýn.


    Útsendingar Sýnar hófust 16. nóvember 1995. (Einn knattspyrnuleikur var þó sýndur 1. nóvember.)
    Útsendingar til áramóta voru samtals 321 klst. Þar af var textað efni 177 klst. og talsett efni (íþróttir) 37 klst.

Íslenska sjónvarpið hf. — Stöð 3.


    Barnaefni er um 10% af því efni sem sent er út hjá Stöð 3. Af því er um 85% talsett og um 15% textað.
    Þær fimm vikur sem útsendingar stóðu á árinu 1995 var nálægt 95% af öðru efni en barnaefni textað. Það sem ekki var textað voru innlendir tónlistarþættir og innlent efni, svo sem „Gestir“ Magnúsar Schevings.