Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 330 . mál.


579. Fyrirspurn


til félagsmálaráðherra um fjárhagsaðstoð félagsmálastofnana í Reykjavík og á Akureyri.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


    Hversu margir nutu fjárhagsaðstoðar félagsmálastofnana í Reykjavík og á Akureyri á árunum 1993–95? Óskað er eftir upplýsingum um heildarupphæð fjárhagsaðstoðar á hverju ári fyrir sig ásamt fjölda og meðalgreiðslum, sundurliðað þannig:
    lífeyrisþegar, annars vegar aldraðir og hins vegar öryrkjar,
    einstæðir foreldrar,
    einhleypir, skipt eftir kynjum,
    barnlaus hjón eða sambýlisfólk,
    hjón eða sambýlisfólk með börn,
    atvinnulausir,
    fólk á vinnumarkaði í fullu starfi,
    fólk á vinnumarkaði í hlutastarfi.


Skriflegt svar óskast.