Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 99 . mál.


654. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Þorkel Helgason og Tryggva Axelsson frá viðskiptaráðuneytinu og Þórð Ólafsson og Jóhann Albertsson frá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þá fékk nefndin umsagnir um málið frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnþróunarsjóði, Iðnlánasjóði, Ferðamálasjóði, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Verslunarráði Íslands og Seðlabanka Íslands.
    Nefndin telur rétt að taka tillit til ábendingar sem fram kemur í umsögn Iðnlánasjóðs þess efnis að tekin verði af öll tvímæli um að heimildir þeirra lánastofnana sem voru starfandi fyrir gildistöku laga nr. 123/1993 og kveðið var á um í sérlögum komi til viðbótar starfsemi sem er heimiluð í 8. gr. laga nr. 123/1993. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt sem svofelldri

BREYTINGU:    Á eftir 9. gr. komi ný grein er orðist svo:
    Við ákvæði til bráðabirgða I í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Starfsheimildir 8. gr. laga þessara koma til viðbótar heimildum sérlaga um starfandi lánastofnanir.

    Valgerður Sverrisdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. mars 1996.Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Ágúst Einarsson.


form., frsm.Pétur H. Blöndal.

Einar Oddur Kristjánsson.

Sólveig Pétursdóttir.Jón Baldvin Hannibalsson.

Margrét Frímannsdóttir.