Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 327 . mál.


656. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar um útlánatöp ríkisbanka og opinberra sjóða árin 1990–1995.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver voru útlánatöp ríkisbanka og opinberra sjóða á tímabilinu 1990–1995? Svar óskast sundurliðað eftir einstökum bönkum og sjóðum á hverju ári fyrir sig.

    Endanleg útlánatöp ríkisviðskiptabanka og opinberra sjóða á árunum 1990–1994 voru samtals 21.744 millj. kr. Á sama tímabili voru 29.622 millj. kr. lagðar á afskriftareikning ríkisviðskiptabanka og opinberra sjóða. Þannig jukust framlög í afskriftareikning um 7.878 millj. kr. umfram endanleg útlánatöp. Staða afskriftareikninga var 3.555 millj. kr. í ársbyrjun 1990 en 11.433 millj. kr. í árslok 1994. Upplýsingar um útlánatöp ársins 1995 liggja ekki fyrir.
    Útlánatöp áranna 1990–1994 skiptast þannig:

     Fjármálastofnanir

Tap, millj. kr.


    Landsbanki Íslands     
7.352

    Framkvæmdasjóður     
2.746

    Byggðastofnun     
2.471

    Búnaðarbanki Íslands     
2.262

    Iðnlánasjóður     
1.722

    Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina     
1.509

    Fiskveiðasjóður Íslands     
1.097

    Iðnþróunarsjóður     
936

    Hlutafjársjóður     
733

    Stofnlánadeild landbúnaðarins     
722

    Ferðamálasjóður     
123

    Byggingarsjóður verkamanna     
33

    Byggingarsjóður ríkisins     
32

    Landflutningasjóður     
8


    Ekki eru bókfærð nein útlánatöp hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, Hafnabótasjóði, Orkusjóði, Útflutningslánasjóði og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar.
    Útlánatöp skrifast þannig á milli ára hjá framangreindum sjóðum:


Endanleg útlánatöp
1990
1991 1992 1993 1994

Samtals




Ríkisviðskiptabankar

Landsbanki Íslands *
    
87
1.141 1.326 2.306 2.492 7.352
Búnaðarbanki Íslands *
    
141
130 271 877 843 2.262
Samtals     
228
1.271 1.597 3.183 3.335 9.614

Fjárfestingarlánasjóðir í eigu ríkisins
sem falla undir lög nr. 123/1993
**
Byggðastofnun     
224
1.064 939 242 2 2.471
Iðnlánasjóður     
105
157 373 857 229 1.722
Fiskveiðasjóður Íslands     
273
7 413 364 40 1.097
Stofnlánadeild landbúnaðarins     
8
105 74 430 106 722
Ferðamálasjóður     
72
1 24 8 18 123
Landflutningasjóður     
2
0 0 0 6 8
Samtals     
684
1.333 1.823 1.901 400 6.141

Aðrir helstu fjárfestingarlánasjóðir
Framkvæmdasjóður     
122
1.383 470 315 456 2.746
Atvinnutryggingarsjóður útflutnings-
  greina     
89
506 722 193 **
1.509
Hlutafjársjóður     
170
207 207 149 **
733
Byggingarsjóður ríkisins     
0
0 0 0 32 32
Byggingarsjóður verkamanna     
0
0 0 21 12 33
Húsbréfadeild     
0
0 0 0 0 0
Iðnþróunarsjóður     
134
18 195 287 302 936
Samtals     
516
2.113 1.594 966 801 5.989

Samtals     
1.427
4.717 5.013 6.050 4.536 21.744

*     Gjaldfærð framlög á tímabilinu eru lægri en tilgreind framlög í afskriftareikningi sem nemur 96 millj. kr. hjá Landsbanka og 33 millj. kr. hjá Búnaðarbanka vegna innheimtra, áður afskrifaðra útlána.
**     Ótaldir eru Lánasjóður íslenskra námsmanna, Hafnabótasjóður, Orkusjóður og Útflutningslánasjóður en ekki er um að ræða bókfærð útlánatöp hjá þessum sjóðum.