Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 330 . mál.


694. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um fjárhagsaðstoð félagsmálastofnana í Reykjavík og á Akureyri.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir nutu fjárhagsaðstoðar félagsmálastofnana í Reykjavík og á Akureyri á árunum 1993–95? Óskað er eftir upplýsingum um heildarupphæð fjárhagsaðstoðar á hverju ári fyrir sig ásamt fjölda og meðalgreiðslum, sundurliðað þannig:
    lífeyrisþegar, annars vegar aldraðir og hins vegar öryrkjar,
    einstæðir foreldrar,
    einhleypir, skipt eftir kynjum,
    barnlaus hjón eða sambýlisfólk,
    hjón eða sambýlisfólk með börn,
    atvinnulausir,
    fólk á vinnumarkaði í fullu starfi,
    fólk á vinnumarkaði í hlutastarfi.


    Leitað var eftir umbeðnum upplýsingum hjá viðkomandi stofnunum og byggist svarið í meginatriðum á greinargerðum frá þeim. Einnig er hér að finna upplýsingar úr sveitarsjóðareikningum.

Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
    Heildarfjárhæð fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar á árunum 1993–95 var eftirfarandi:

Ár

    Þús. kr.

1993

    430.874

1994

    554.518     Þar af endurgreiðslur að fjárhæð 12.872 þús. kr.

1995

    674.237     Þar af endurgreiðslur að fjárhæð 15.792 þús. kr.
    Árið 1993 nutu 4.767 heimili fjárhagsaðstoðar frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og árið 1994 voru heimilin 5.397.
    Í eftirfarandi töflu er fjárhagsaðstoð frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sundurliðuð í samræmi við fyrirspurnina:

1993

1994

1995



Fjöldi skjólstæðinga:
Skipting eftir atvinnustöðu
Ellilífeyrisþegar     
190
203

*


Öryrkjar     
489
559

*


Atvinnulausir     
1.262
1.385

*


Einstaklingar í fullu starfi     
379
345

*


Einstaklingar í hlutastarfi     
250
208

*



1993

1994

1995



Meðalgreiðslur á ári:
Skipting eftir atvinnustöðu     

kr.

kr.


Ellilífeyrisþegar     
65.291
91.837

*


Öryrkjar     
134.784
137.878

*


Atvinnulausir     
180.231
209.761

*


Einstaklingar í fullu starfi     
118.020
123.717

*


Einstaklingar í hlutastarfi     
131.894
144.490

*



Fjöldi skjólstæðinga:
Skipting eftir fjölskyldugerð
Hjón/sambýlisfólk, með börn     
255
303 351
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus     
118
161 185
Einstæðir foreldrar     
742
777 894
Einhleypar konur     
568
662 754
Einhleypir karlar     
1.201
1.390 1.652

Meðalgreiðslur á ári:
Skipting eftir fjölskyldugerð     

kr.

kr.

kr.


Hjón/sambýlisfólk, með börn     
178.806
181.426 203.512
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus     
187.441
201.210 194.780
Einstæðir foreldrar     
168.877
174.573 184.586
Einhleypar konur     
133.818
150.608 149.953
Einhleypir karlar     
144.450
166.766 174.749

* Upplýsingar eru í vinnslu fyrir árið 1995.

Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar.
    Ekki eru fyrir hendi allar upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni þar sem tölur fyrir árið 1995 eru ekki tilbúnar. Heildarfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 1993 var 23.929.458 kr. og fyrir árið 1994 var hún 26.417.870 kr.
    Í eftirfarandi töflu má sjá heildarfjölda skjólstæðinga Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar árin tvö:

1993

1994



Fjöldi skjólstæðinga     
320
315
Skipting eftir fjölskyldugerð
Einstæðir foreldrar     
150
132
Einhleypir     
109
113
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus     
15
19
Hjón/sambýlisfólk, með börn     
46
51

    Upplýsingar um stöðu fólksins á vinnumarkaði og hlutfall lífeyrisþega af hópnum eru mun takmarkaðri. Í greinargerð Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar er vísað til skýrslu sem unnin var fyrir stofnunina árið 1994. Þar var leitað ítarlegra upplýsinga um umsækjendur fjárhagsaðstoðar á tímabilinu 16. nóvember til 15. desember 1994. Eftirfarandi niðurstöður komu fram í könnuninni:
—    Tæplega 60% þeirra sem sóttu um fjárhagsaðstoð voru ekki í vinnu. Af þeim var helmingur atvinnulaus og tæplega helmingur óvinnufær eða ekki á vinnumarkaði. Af þeim sem voru atvinnulausir höfðu 55% verið það í meira en eitt ár, nálægt 80% höfðu verið atvinnulausir í meira en sex mánuði.
—    Af þeim sem voru á vinnumarkaði var þriðjungur í hlutastörfum og stór hluti hafði skipt um starf á undanförnum tveimur árum eða verið atvinnulaus á því tímabili.
    Í greinargerð Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar er fjárhagsaðstoð í nóvembermánuði 1995 könnuð og leitað svara í samræmi við fyrirspurnina. Kom eftirfarandi í ljós:
         
    
    lífeyrisþegar (þar af einn aldraður)      13
         
    
    einstæðir foreldrar      28
         
    
    einhleypir (tólf karlar, átta konur)      20
         
    
    barnlaus hjón/sambúðarfólk      0
         
    
    hjón/sambúðarfólk með börn      5
         
    
    atvinnulausir      25
         
    
    einstaklingar í fullu starfi      10
         
    
    einstaklingar í hlutastarfi      6
    Í nóvember sl. voru 57,5% ekki í vinnu þegar sótt var um aðstoð. Af þeim voru 34,2% óvinnufær eða ekki á vinnumarkaði. Af þeim sem voru á vinnumarkaði voru 37,5% í hlutastarfi.