Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 403 . mál.


709. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um námsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum.

Frá Bryndísi Guðmundsdóttur.



    Hve mörg eru stöðugildi námsráðgjafa:
         
    
    í grunnskólum,
         
    
    í framhaldsskólum?
    Í hve mörgum grunnskólum annars vegar og framhaldsskólum hins vegar eru starfandi námsráðgjafar og hvernig er skipting þeirra miðað við fræðsluumdæmi?
    Hve margir nemendur eru á hvern starfandi námsráðgjafa:
         
    
    í grunnskólum,
         
    
    í framhaldsskólum?
    Hefur farið fram könnun eða kerfisbundið mat á vegum menntamálaráðuneytis á störfum námsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum?


Skriflegt svar óskast.