Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 403 . mál.


818. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Guðmundsdóttur um námsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum.

    Hve mörg eru stöðugildi námsráðgjafa:
         
    
    í grunnskólum,
         
    
    í framhaldsskólum?

    Á fjárlögum 1996 eru ætlaðar 10 millj. kr. til námsráðgjafar í grunnskólum sem er tæplega sjö stöðugildi. Í framhaldsskólum eru u.þ.b. 15 stöðugildi.

    Í hve mörgum grunnskólum annars vegar og framhaldsskólum hins vegar eru starfandi námsráðgjafar og hvernig er skipting þeirra miðað við fræðsluumdæmi?
    Starfandi námsráðgjafar eru í tíu grunnskólum í Reykjavík og Reykjanesumdæmi og í tveimur á Norðurlandi eystra (Suður-Þingeyjarsýslu).
    Fimm stöðugildi eru í átta grunnskólum í Reykjavík, þ.e. í Árbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Fellaskóla, Foldaskóla, Fossvogsskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla.
    Eitt stöðugildi er í tveimur grunnskólum í Reykjanesumdæmi, þ.e. Kópavogsskóla og Snælandsskóla, og 2 / 3 úr stöðugildi á Norðurlandi eystra (Suður-Þingeyjarsýslu).
    Námsráðgjöf er veitt í eftirtöldum framhaldsskólum:

Stundir á viku

Nemendafjöldi



Fjölbrautaskóli Suðurnesja     
27
752
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi     
26
625
Fjölbrautaskóli Vesturlands (Reykholt)     
13
59
Fjölbrautaskólinn við Ármúla     
26
747
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ     
18
531
Flensborgarskóli Hafnarfirði     
18
509
Framhaldsskóli Vestfjarða     
13
254
Framhaldsskólinn á Húsavík     
13
158
Framhaldsskólinn á Laugum      8
,67
94
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum     
12
272
Iðnskólinn í Reykjavík     
40
1.653
Menntaskólinn á Akureyri     
20
606
Menntaskólinn á Egilsstöðum     
14
310
Menntaskólinn á Laugarvatni     
10
209
Menntaskólinn í Kópavogi     
18
469
Menntaskólinn í Reykjavík     
20
936
Menntaskólinn við Sund     
32
828
Skógaskóli     
5
55
Verkmenntaskóli Austurlands     
14
152
Verkmenntaskóli Akureyrar     
18
1.021
Vélskóli Íslands     
9
207
Alls 374,67 stundir eða 15 stöðugildi í 21 skóla.

    Hve margir nemendur eru á hvern starfandi námsráðgjafa:
         
    
    í grunnskólum,
         
    
    í framhaldsskólum?

    Miðað er við nemendafjölda í þeim grunnskólum sem hafa námsráðgjafa. Meðalfjöldi nemenda á hvern námsráðgjafa í Reykjavík er 901, á Reykjanesi 841 og á Norðurlandi eystra um 400 nemendur.
    Um svar við b-lið vísast í svar við 2. spurningu.

    Hefur farið fram könnun eða kerfisbundið mat á vegum menntamálaráðuneytis á störfum námsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum?
    Ekki hefur farið fram kerfisbundið mat eða könnun á vegum menntamálaráðuneytisins nýlega á störfum námsráðgjafa í grunnskólum. Haustið 1989 var skipuð nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins til að fjalla um námsráðgjöf og starfsfræðslu. Nefndin skilaði skýrslu í apríl 1991. Að beiðni ráðuneytisins vann Guðrún H. Sederholm skýrslu um tilrauna- og þróunarstarf í námsráðgjöf við Ölduselsskóla 1990–1991. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir kennari við Háskóla Íslands gerði einnig athugun á þessu starfi að ósk ráðuneytisins. Þá skal bent á rit sem Gerður G. Óskarsdóttir tók saman og Háskóli Íslands gaf út árið 1986 um náms- og starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í fimm Evrópulöndum.
    Kerfisbundið mat á störfum námsráðgjafa í framhaldsskólum hefur ekki farið fram.