Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 364 . mál.


962. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á póstlögum, nr. 33/1986.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór S. Kristjánsson, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti.
    Frumvarpið var lagt fram sem fylgifrumvarp með 331. máli. Með frumvarpinu eru aðeins lagðar til breytingar sem nauðsynlegar eru vegna fyrirhugaðrar formbreytingar Pósts og síma.
    Þar sem gert er ráð fyrir að Póstur og sími hf. taki til starfa um áramótin 1996–97 en ekki 1. október 1996 eins og upphaflega var gengið út frá leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Í stað orðanna „1. október 1996“ í 6. gr. komi: 1. janúar 1997.

Alþingi, 14. maí 1996.Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Stefán Guðmundsson.


form., frsm.Egill Jónsson.

Kristján Pálsson.

Árni Johnsen.