Ferill 61. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 61 . mál.


1012. Nefndarálit



um till. til þál. um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og hafa umsagnir um það borist frá Jafnréttisráði, Ungmennasambandi Kjalarnesþings, Glímusambandi Íslands, Íþróttakennarafélagi Íslands, Ungmennasambandi Skagafjarðar, Skotsambandi Íslands, Íþróttabandalagi Akureyrar, Hestaíþróttasambandi Íslands, Íþróttasambandi Íslands, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, Ungmennafélaginu Breiðabliki, Héraðssambandinu Skarphéðni, Ungmennafélagi Íslands, Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Fimleikasambandi Íslands, umbótanefnd Íþróttasambands Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands og Tennissambandi Íslands.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að stofnuð verði nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Skal nefndin vinna að eflingu íþrótta stúlkna og kvenna í samráði við Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands, en þar hefur farið fram nokkurt starf á þessu sviði. Kannanir, sem gerðar hafa verið undanfarið, benda eindregið til þess að átak þurfi að gera til eflingar stúlkna- og kvennaíþróttum.
    Menntamálanefnd leggur þó áherslu á að ekki er síður mikilvægt að stuðla að eflingu almenningsíþrótta en keppnisíþrótta meðal kvenna.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.

Alþingi, 20. maí 1996.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Sigríður Jóhannesdóttir.


form., frsm.



Árni Johnsen.

Ólafur Örn Haraldsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir.



Tómas Ingi Olrich.

Lúðvík Bergvinsson.

Arnbjörg Sveinsdóttir.