Ferill 508. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 508 . mál.


1188. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur um símgjöld stjórnmálasamtaka.

    Hvaða afslátt frá gjaldskrá, eða önnur sérkjör, bauð Póstur og sími stjórnmálasamtökum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1994 og alþingiskosningarnar 1995?
    Öll viðurkennd framboð til sveitarstjórnarkosninga árið 1994 og alþingiskosninga 1995 nutu 85% afsláttar af símgjöldum.

    Hvert var umfang viðskiptanna og hvað má meta ívilnanir stofnunarinnar til mikils fjár?
    Það er mat Póst- og símamálastofnunar að þessar ívilnanir megi meta til tæpra 4,7 millj. kr. í alþingiskosningunum árið 1995 og til rúmra 3,9 millj. kr. í sveitarstjórnarkosningunum 1994.

    Hvaða skilyrði þurfa framboð að uppfylla til að njóta þessara kjara?
    Einungis gild framboð samkvæmt kosningalögunum geta notið slíks styrks.