Framhaldsfundir Alþingis

Þriðjudaginn 28. janúar 1997, kl. 13:32:15 (2765)

1997-01-28 13:32:15# 121. lþ. 56.92 fundur 163#B framhaldsfundir Alþingis#, forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[13:32]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Forseti Íslands hefur gefið út svohljóðandi bréf:

,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Ég hefi ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda þriðjudaginn 28. janúar 1997 kl. 13.30.

Gjört á Bessastöðum, 23. janúar 1997.

Ólafur Ragnar Grímsson.

-------------------

Davíð Oddsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``

Framhaldsfundir Alþingis hefjast því nú á ný. Hæstv. forseta, hv. alþingismönnum, svo og starfsmönnum Alþingis óska ég gleðilegs árs og þakka hið liðna, býð menn velkomna til þingstarfa og læt í ljós þá ósk og von að störf okkar megi vera landi og lýð til blessunar.